Þessar vanillu cupcakes eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Það sem toppar þær svo klárlega er kremið sem sett er ofan á.
Kremið heitir Sviss Marengs og er engu líkt. Það eru endalausir bragðtegunds-möguleikar með þessu kremi, en hingað ætla ég að setja uppskrift af grunninum og þremur af mínum uppáhalds bragðtegundum - Jarðaberja, Lime/kókos og mokka.
Vanillu cupcakes:
Innihald: 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 msk lyftiduft 3/4 tsk salt 250 gr lint smjör/smjörlíki
(hef prófað bæði, mér finnst betra að hafa smjörlíki) 4 stór egg 1 bolli nýmjólk 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
Hitið ofnin í 175°C
Hrærið saman þurrefnunum. Hrærið á litlum krafti þar til þurrefnin hafa blandast vel saman. Bætið þá linu smjörinu/smjörlíkinu út í og hrærið vel. (Verður dálítið þurrt)
ATH! Ef þið ætlið að gera mokka krem þá finnst mér oft gott er að bæta 1 1/2 msk af kakói út í deigið í þessu skrefi.
Pískið saman í öðru íláti, egg, mjólk og vanilludropa.
Bætið þessu svo saman við hræruna í vélinni, í þremur skömmtum. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman, en ekki hræra of lengi!
Setjið deigið í möffinsform, fyllið 2/3 af hverju formi með deigi. Mæli með að kíkja á þessa færslu hér til að sjá hvernig best er að fá bollakökurnar til að vera allar jafn stórar.
Mér finnst mjög gott að vera með mini cupcake form því þau eru fullkomin stærð! Hin geta verið svolítið stór og það geta ekki allir torgað stórum cupcakes!
Bakið í miðjum ofni í 17 – 20 mín. (11-15 mín með litlar)
Látið möffinsin kólna alveg áður en kremið er sett á, svo það bráðni ekki á þeim.
Sviss–marengs krem:
Innihald: 5-6 eggjahvítur 1 1/4 bolli sykur
(Hægt að setja púðursykur í staðinn, t.d. ef maður er að gera mokka krem) 1 tsk vanilludropar 250 g lint smjör
(Betra að hafa smjörið mjög lint, helst búið að standa á borði í nokkrar klst) Hægt er að setja matarlit ef á við
Aðferð:
Þeytið eggjahvíturnar á fullum hraða í vél
Setjið sykurinn út í smátt og smátt og hrærið í a.m.k 5 mín, eða þar til þær eru alveg stífar
Setjið vanilludropana út í og hrærið í smá stund
Bætið linu smjörinu smátt og smátt útí og hrærið vel á milli
Kremið á til að skilja sig í þessu skrefi eða verða kekkjótt, en örvæntið ekki, það þarf bara að hræra á fullu í a.m.k 10 mín og þá verður það fínt!
Þetta er vanillukremið. Nú ef þið mynduð vilja vanillukrem á cupcakes-in þá væri ekkert annað í stöðunni núna en að sprauta kreminu á, eða smyrja það á!
Ef þið viljið annað bragð í kremið þá er það gert þegar kremið eins og það er núna er búið að hrærast vel í a.m.k 5 mín og þá er bragðefnið sett útí smátt og smátt
Þá á kremið það aftur til að skilja sig, og þá er bara að halda áfram að hræra og það mun lagast aftur!
Hér eru 3 dæmi um bragðefni:
Jarðaberja:
1 box jarðaber + 2-3 msk appelsínusafi mixað ör sutt í blandara (ekki alveg í mauk þá) og bætt svo út í kremið
Ég ef líka prufað að setja bara nokkrar msk af jarðaberjasultu beint út í kremið og það var líka mjög gott!
Lime/kókos:
Limesafi + lime börkur (ca. 1 1/2 lime) + 2-3 msk kókosmjöl sett út í kremið
Alltaf gott að smakka kremið og bæta meiru við ef þarf!
Mokka:
2-3 msk (eftir smekk) af rótsterku kaffi ásamt 1 msk af kakóki hrært saman og svo kælt sett út í kremið
Einnig er gott að setja nokkrar (kannski 1 msk) af söxuðum súkkulaðihúðuðum kaffibaunum út í kremið og nota svo aðeins minna saxaðar kaffibaunir sem skraut ofan á.
Í þessu kremi er gott að nota púðursykur í staðinn fyrir venjulegan sykur!
Verði ykkur að góðu!
- Unnur Anna -