Nú þegar sumarið er loksins gengið í garð, þá vantar mann oft eitthvað svalandi til að stilla þorstann. Þessi safi er alveg ótrúlega sumarlegur og góður og fullkominn í það hlutverk. Hann er mjög einfaldur í gerð og bragðast einstaklega vel!
Innihald:
1 lime
10 myntulauf
Egils lime og sítrónu þykkni
Kolsýrt vatn
klakar
Aðferð:
Aðferðin er mjög einföld,
1 skorið lime og 10 myntulauf sett í skál og marið aðeins, svo sett í könnu.
Bætið helling af klökum í könnuna.
Bætið svo út í 1 hluta af Egils lime- og sítrónuþykkni á móti 9 hlutum af kolsýrðu vatni.
Blandið aðeins saman með sleif
Best ískalt!
- Unnur Anna -