top of page
Unnur Anna

Gömlu góðu skinkuhornin


Í flestum veislum sem ég held finnst mér gott að hafa eitthvað brauð með öllu hinu sæta. Brauðið sem slær hvað mest í gegn hjá mér eru gömlu góðu skinkuhornin okkar. Ég held að ég geti staðfest það að þetta eru líklega bestu skinkuhorn í heimi. Þau eru ótrúlega mjúk og fyllingin inní er ekkert smá góð. Í einni uppskrift eru 24 skinkuhorn, svo ég mæli alveg með því að gera fleiri en eina uppskrift í afmælum og svona, því þetta fer hratt! Svo er mjög gott að frysta ef það er afgangur og hita í ofni á lágum hita þegar manni hentar.

Skinkuhorn - Innihald:

2 dl volgt vatn 1 poki þurrger ( 11 g ) 1 tsk salt 1 tsk sykur 50 g smjörlíki 330 g hveiti

Fylling:

1/2 dós sveppasmurostur (stór dós) 1/2 stórt skinkubréf

Fylling aðferð:

Saxið skinkuna og blandið saman við smurostinn!

Skinkuhorn – Aðferð:

  • Hitið ofninn í 225°C

  • Leysið gerið upp í volgu vatni.

  • Á meðan gerið leysist upp, blandið þurrefnunum saman í stórri skál

  • Blandið linu smjörlíki samanvið.

  • Blandið gerinu og vatninu við allt hitt.

  • Hnoðið vel

  • Setjið í skálina aftur og geymið í smá stund á meðan þið gerið fyllinguna.

  • Skiptið deiginu svo í þrennt

  • Fletjið út, eitt í einu, í kringlótta köku

  • Skiptið kökunni svo í 8 hluta (eins og pizza)

  • Setjið 1-2 tsk af fyllingu á hvern hluta, (getið séð hvert ég set fyllinguna á myndinni hér fyrir neðan)

  • Rúllið deiginu upp frá breiðari endanum, og snúið svo upp á hornin, svo það leki ekki allt úr þeim. (sýnt á mynd hér að neðan)

  • Látið hefast á hlýjum stað í 30 – 40 mínútur.

  • Penslið skinkuhornin með sundursleggnu eggi og bakið svo í 10 mín.

  • Ég nota kleinuhjól við að skipta deiginu í 8 hluta

Mér finnst best að setja alveg vel af fyllingu inn í hvert horn.

Svo mæli ég með að snúa svona aðeins upp á endana á hornunum, svo fyllingin leki ekki út.

Eggin pensluð

- Unnur Anna -

bottom of page