- Sponsored -
Þessi uppskrift af ís alveg sérstaklega góð. Grunnuppskriftin er eldgömul uppskrift frá langaömmu minni Helgu. Hún gerði ísinn bara á jólunum og gerði mikið af honum, enda átti hún fimm stráka og fullt af barnabörnum sem öll biðu spennt eftir honum.
Taka skal fram að grunnuppskriftina geri ég ennþá BARA á jólunum ;-). En við mæðgur ákváðum aðeins að leika okkur með uppskriftina og breyta henni. Þessi ís er tilvalinn sem eftirréttur, eða bara við hvaða tækifæri sem er! Ath. það þarf að frysta hann amk yfir nótt þannig hann þarf að vera gerður allavegana degi áður en hann er borinn fram.
Við mæðgur erum nefnilega orðnar “húkt” á Lakrids frá Johan Bülow sem hægt er að kaupa í Sjoppunni, vöruhúsi sem er í Listagilinu hérna á Akureyri. Lakrids fæst þar í allskonar bragðtegundum og gerðum, kúlum, dufti og sýrópi. Ég vara ykkur við, þegar þið smakkið þá er ekki aftur snúið, þetta er svo gott!!
Sjoppan Vöruhús er með facebook síðu hér þar sem talað er meira um Lakrids og þar getiði líka séð alla hina snilldina sem fæst í þessari minnstu hönnunarbúð landsins.
Innihald:
5 eggjarauður
5 msk sykur
½ L rjómi
2 msk Fínt Lakridsduft frá Johan Bülow
ca 1 tsk gróft Lakridsduft frá Johan Bülow til að skreyta.
1 dós rauðar Love chilli-lakkrískúlur frá Johan Bülow líka til skrauts.
Aðferð:
Áður en ég byrjaði á ísnum þá undirbjó ég formið. Ég setti smjörpappír í botninn. Ég mæli með að nota sílíkon form þannig það sé auðvelt að ná ísnum úr forminu, en annars er gott að setja smjörpappír á hliðarnar líka.
Þeytið eggjarauður og sykur saman mjög vel. Ég þeyti alltaf allavegana í 10-15 mínútur.
Bætið 2 msk af fína lakridsduftinu út í eggjablönduna og blandið saman
Þeytið rjómann vel og bætið honum svo varlega út í eggjablönduna með sleif.
Passið að blanda varlega saman!
Setjið ísinn í formið.
Stráið að vild fína lakridsduftinu yfir ísinn og svo grófa lakridsduftinu.
Setjið í frysti allavegana yfir nótt.
Rétt áður en ísinn er borinn fram er hann tekinn úr forminu.
Ég skreytti svo með rauðu Love chilli-lakkrískúlunum, þær eru í algjöru uppáhaldi.
Ég setti kúlurnar bæði í kringum ísinn, ofan á hann og svo muldi ég nokkrar og stráði ofan á.
Svo er bara að njóta!
- Unnur Anna -
Hér er svo uppskriftin: